Þorgeir Sigurðsson, doktorsnemi í íslensku, færir rök fyrir því að ekki vanti síðu í Möðruvallabók með síðasta hluta Arinbjarnarkviðu Egils Skallagrímssonar eins og lengst af hefur verið talið.

Þorgeir Sigurðsson, doktorsnemi í íslensku, færir rök fyrir því að ekki vanti síðu í Möðruvallabók með síðasta hluta Arinbjarnarkviðu Egils Skallagrímssonar eins og lengst af hefur verið talið. Þetta þýði að kvæðið sé nokkuð vel varðveitt miðað við kvæði þess tíma ólíkt því sem menn hafa haldið.

Hlutar af kvæðinu eru ólæsilegir en Þorgeir hefur nýtt innrauða tækni í fyrsta skipti til þess að ná að lesa meira í máða síðu en hingað til hefur verið hægt að gera. Hann telur að með þróaðri tækni sem til er sé hægt að ná jafnvel betri árangri í að rýna í forn handrit. 21