Nefhjólið á erlendri ferjuflugvél gaf sig við lendingu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan þrjú í gær og loka þurfti vellinum í stutta stund.

Nefhjólið á erlendri ferjuflugvél gaf sig við lendingu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan þrjú í gær og loka þurfti vellinum í stutta stund. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia hafði flugmaðurinn tekið eftir að eitthvað væri athugavert við lendingarbúnað vélarinnar og bað því um leyfi til lendingar.

Flugmaðurinn var einn í vélinni og sakaði ekki.