Myndbandslist Brot úr verki eftir Magnús Sigurðsson myndlistarmann.
Myndbandslist Brot úr verki eftir Magnús Sigurðsson myndlistarmann.
Í hálfan mánuð, dagana 30. janúar til 14. febrúar sýndi RÚV einstaklega áhugavert sjónvarpsefni, Næturvarpið.

Í hálfan mánuð, dagana 30. janúar til 14. febrúar sýndi RÚV einstaklega áhugavert sjónvarpsefni, Næturvarpið. Næturvarpið var í sýningu frá dagskrárlokum til dagrenningar þar sem sýnd var myndbandslist eftir marga helstu listamenn landsins, meðal annars Ragnar Kjartansson, Steinu & Woody Vasulka, Birgi Andrésson, Hrafnkel Sigurðsson, Steingrím Eyfjörð og marga fleiri. Verkin voru frá nokkrum sekúndum að lengd upp í klukkustund. Það er ekki oft sem ég næ að halda mér vakandi fram að dagskrárlokum en þarna stóð ég mig að því að sitja límd við sjónvarpið lengur en ég hafði ætlað mér. Myndbandslist er vissulega ólík öðru sjónvarpsefni en eins og önnur myndlist fær hún einstaklinga til þess að hugsa og spyrja spurninga. Það að fá listina heim í stofu er stór gjöf og að geta horft á myndlistarverk í sjónvarpinu er einstakt tækifæri. Það er staðreynd að einungis lítill hluti þjóðarinnar sér sér fært að mæta á myndlistarsýningar og því eru það ákveðin forréttindi að fá að njóta þessarar upplifunar sem myndlistin er, heima í stofu.

Sigurborg Selma Karlsdóttir