Umræður um skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið og um þróun mála innan sambandsins, stóðu yfir á Alþingi dagana 19., 20. og 24.-27. febrúar. Ræður þingmanna og andsvör við þeim voru alls 608 og stóðu í u.þ.b.

Umræður um skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið og um þróun mála innan sambandsins, stóðu yfir á Alþingi dagana 19., 20. og 24.-27. febrúar. Ræður þingmanna og andsvör við þeim voru alls 608 og stóðu í u.þ.b. 23 og hálfa klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis.

Skiptingin var með þeim hætti að haldnar voru 80 ræður og stóðu þær yfir í alls 632 mínútur, eða 10 og hálfa klukkustund. Þá veittu þingmenn 528 andsvör í 779 mínútur, eða tæpar 13 klukkustundir.

Þessa sömu daga tóku þingmenn 496 sinnum til máls um fundarstjórn forseta og töluðu í samtals 552 mínútur, eða rúmar 9 klukkustundir.