Kyrr Hildur Þorgeirsdóttir leikur áfram með Koblenz/Weibern.
Kyrr Hildur Þorgeirsdóttir leikur áfram með Koblenz/Weibern. — Morgunblaðið/Ómar
Hildur Þorgeirsdóttir landsliðskona í handknattleik hefur ákveðið að gera nýjan eins árs samning við þýska liðið Koblenz/Weibern en Hildur er á sínu öðru ári með félaginu.

Hildur Þorgeirsdóttir landsliðskona í handknattleik hefur ákveðið að gera nýjan eins árs samning við þýska liðið Koblenz/Weibern en Hildur er á sínu öðru ári með félaginu. Að sögn Arnars Theodórssonar, umboðsmanns handboltamanna, stóð Hildi til boða að semja við Bayer Leverkusen en hún hafnaði tilboði félagsins og ætlar að halda kyrru fyrir hjá Koblenz/Weibern.

„Hildur hefur náð mikilli bætingu í sinn leik og er einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins. Það gleður mig að hún sé búinn að festa framtíð sína hjá félaginu,“ segir Christoph Barthel þjálfari Koblenz.

Hildur er 24 ára gömul og lék með FH áður en hún hélt til Þýskalands. Hún lék í tvö ár með Blomberg-Lippe og fór þaðan til Koblenz/Weibern sem endaði í 10. sæti af 12 liðum í efstu deild og fram undan hjá liðinu er keppni sex neðstu liðanna um að forðast fall í 2. deild.

Hildur er sem stendur á sjúkralistanum en hún varð fyrir meiðslum á ökkla á æfingu liðsins á dögunum. gummih@mbl.is