Postulín Verk eftir Andy Shaw.
Postulín Verk eftir Andy Shaw.
Leirlistamaðurinn Andy Shaw heldur fyrirlestur um verk sín í fyrirlestrasal Myndlistaskólans í Reykjavík, 3. hæð að Hringbraut 121 – JL húsinu, í hádeginu í dag, föstudag, kl. 12.15.

Leirlistamaðurinn Andy Shaw heldur fyrirlestur um verk sín í fyrirlestrasal Myndlistaskólans í Reykjavík, 3. hæð að Hringbraut 121 – JL húsinu, í hádeginu í dag, föstudag, kl. 12.15.

Shaw er aðstoðarprófessor við Louisiana State-háskólann í Baton Rouge í Louisiana. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Alfred University og kenndi þar þrívíddarhönnun. Hann hefur meðal annars haldið námskeið í Haystack Mountain School of Craft, the Penland School of Craft, og the Arrowmont School of Arts and Crafts.

Shaw skapar nytjahluti sem hann rennir úr postulíni og má finna verk eftir hann í eigu safna. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.