— Morgunblaðið/Ómar
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Stemningin er gríðarlega góð og það eru margir skólakrakkar sem koma og vinna hér af kappi á kvöldin og á nóttunni,“ segir Guðmundur J.

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

„Stemningin er gríðarlega góð og það eru margir skólakrakkar sem koma og vinna hér af kappi á kvöldin og á nóttunni,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson, framleiðslustjóri hjá Saltveri í Reykjanesbæ, en vinnsla á loðnuhrognum er komin á fulla ferð í Reykjanesbæ, í Vestmannaeyjum og á Akranesi. Loðnunni er landað í Helguvík, þar sem hún er skorin. Þar eru verðmæt hrognin skilin frá loðnunni, hreinsuð og flokkuð í kör sem eru flutt til Njarðvíkur. Á myndinni sést Guðmundur standa við vigtarkerfið í Njarðvík. Vélin skammtar hrognin í sérstaka pokavél og eru skammtarnir ellefu kíló að þyngd.

Pokarnir eru síðan sendir eftir færibandi í frystingu, áður en hrognin eru send til Japans. Loðnuhrognin þykja mikið lostæti þar í landi og eru nýtt meðal annars í sushi-rétti og aðra hefðbundna japanska fiskrétti. 6