Listamaðurinn Gunnar S. Magnússon við eitt hinna nýju verka á sýningunni.
Listamaðurinn Gunnar S. Magnússon við eitt hinna nýju verka á sýningunni.
Í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6, hefur verið opnuð sýning á nýjum verkum eftir Gunnar S. Magnússon myndlistarmann.

Í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6, hefur verið opnuð sýning á nýjum verkum eftir Gunnar S. Magnússon myndlistarmann. Er þetta fyrsta sýningin í „Stofunni“ í Studio Stafni en þar er fyrirhugað að halda minni sýningar og kynningar á listamönnum sem sýna verk frá afmörkuðum tímabilum á ferli sínum eða ný verk. Gunnar, sem fæddur er árið 1930, hefur haldið fjölda sýninga gegnum árin. Hann lagði stund á myndlistarnám hér heima og erlendis og hélt fyrstu sýninguna árið 1949. Hann hefur bæði fengist við fígúratífa og abstrakt list.

Sýningin er opin virka daga kl. 14 til 17 og á laugardag kl. 13 til 16.