Flott Snjóbrettakúnstir eru æði.
Flott Snjóbrettakúnstir eru æði. — Morgunblaðið/Eva Björk
SLARK stendur fyrir snjóbrettamóti á morgun, laugardag, kl. 15 á Linnetsstíg í miðbæ Hafnarfjarðar. Mótið heitir 220 Jib Session og þar mun helsta snjóbrettafólk landsins sýna listir sínar á handriðum, rörum og pöllum.

SLARK stendur fyrir snjóbrettamóti á morgun, laugardag, kl. 15 á Linnetsstíg í miðbæ Hafnarfjarðar. Mótið heitir 220 Jib Session og þar mun helsta snjóbrettafólk landsins sýna listir sínar á handriðum, rörum og pöllum. Það verður að sjálfsögðu góð tónlist og skemmtileg stemning á mótinu þar sem Emmsjé Gauti þeytir skífum og Mountain Dew verður í boði handa þeim sem eru þyrstir.

Um kvöldið verður heljarinnar partí á „all in“ fyrir alla sem hafa aldur til en þar verður nýja Barf Bags-myndin frumsýnd og Dj Dynamite þeytir skífum.

SLARK vonar að sem flestir geti komið á fyrsta og alls ekki seinasta „Jib-sessionið“ sem haldið verður í Hafnarfirði.