[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þrátt fyrir magnaða baráttu til að koma í veg fyrir það í Borgarnesi í gær eru Valsmenn fallnir niður í 1. deild karla í körfuknattleik, eftir eins árs dvöl í Dominos-deildinni.

Þrátt fyrir magnaða baráttu til að koma í veg fyrir það í Borgarnesi í gær eru Valsmenn fallnir niður í 1. deild karla í körfuknattleik, eftir eins árs dvöl í Dominos-deildinni. Tvíframlengja þurfti leikinn áður en Benjamin Smith tryggði Skallagrími sigur með tveimur vítaskotum örfáum sekúndum fyrir leikslok.

Skallagrímur jók um leið vonir sínar um að halda sér uppi en liðið er þar í baráttu við KFÍ og hefur nú tveggja stiga forskot auk betri stöðu í innbyrðis viðureignum þegar aðeins 3 umferðir eru eftir. KFÍ á leik til góða við ÍR í kvöld og á eftir að mæta Snæfelli, Stjörnunni og Val.

Haukar eru eina liðið utan toppliðs KR sem unnið hefur Keflavík í vetur. Haukar skoruðu 31 stig gegn 16 í lokafjórðungnum í Keflavík í gær og unnu 91:80. sindris@mbl.is

Keflavík – Haukar 81:90

TM-höllin, Dominos-deild karla, fimmtudag 27. febrúar 2014.

Gangur leiksins : 2:5, 10:13, 20:19, 22:22 , 26:29, 31:36, 37:42, 46:46 , 54:48, 56:48, 62:56, 65:59 , 69:67, 76:72, 78:78, 81:90 .

Keflavík: Guðmundur Jónsson 19/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18, Michael Craion 17/10 fráköst/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 3, Arnar Freyr Jónsson 3/4 fráköst/8 stoðsendingar.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Haukar: Terrence Watson 28/18 fráköst/5 varin skot, Haukur Óskarsson 26, Emil Barja 12/10 fráköst/13 stoðsendingar, Kári Jónsson 11, Svavar Páll Pálsson 4, Davíð Páll Hermannsson 4, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Einar Þór Skarphéðinsson, Georg Andersen.

Skallagrímur – Valur 122:120

Borgarnes, Dominos-deild karla, fimmtudag 27. febrúar 2014.

Gangur leiksins : 7:6, 15:14, 25:16, 29:18 , 35:25, 40:34, 47:38, 54:41, 62:51, 68:57, 73:66, 81:66 , 81:72, 90:80, 91:86, 96:96 , 99:101, 108:108 , 113:114, 122:120.

Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 46/5 fráköst/15 stoðsendingar/8 stolnir, Páll Axel Vilbergsson 23/9 fráköst/5 stoðsendingar, Egill Egilsson 17/6 fráköst, Trausti Eiríksson 12/7 fráköst, Davíð Ásgeirsson 11, Ármann Örn Vilbergsson 9, Grétar Ingi Erlendsson 4/5 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Chris Woods 51/24 fráköst/6 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 30/14 fráköst, Benedikt Blöndal 15, Rúnar Ingi Erlingsson 11/6 stoðsendingar, Ragnar Gylfason 5, Oddur Ólafsson 3/5 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 2/4 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 2, Þorri Arnarson 1.

Fráköst: 32 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson og Jón Þór Eyþórsson.