Mótettukór Hallgrímskirkju og stjórnandi hans, Hörður Áskelsson, fagna 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar með tónleikum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 9. mars.
Mótettukór Hallgrímskirkju og stjórnandi hans, Hörður Áskelsson, fagna 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar með tónleikum sem haldnir verða í Hallgrímskirkju 9. mars. Á þeim flytur kórinn útsetningar íslenskra tónskálda við sálma séra Hallgríms og tónlist eftir samtímamenn hans. Í tilefni af tónleikunum var teiknarinn Halldór Baldursson fenginn til að ímynda sér hvernig Hallgrímur gæti hafa litið út sem ungur maður og má sjá afraksturinn á meðfylgjandi mynd.