Tískusýning Nemendurnir sýndu fatnað frá verslunum Vero Moda og Jack and Jones.
Tískusýning Nemendurnir sýndu fatnað frá verslunum Vero Moda og Jack and Jones. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er starfrækt starfsbraut fyrir nemendur með fötlun og í gærkvöldi héldu þeir tískusýningu í skólanum, sýndu fatnað frá verslunum Vero Moda og Jack and Jones.

Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er starfrækt starfsbraut fyrir nemendur með fötlun og í gærkvöldi héldu þeir tískusýningu í skólanum, sýndu fatnað frá verslunum Vero Moda og Jack and Jones.

Íris Árnadóttir fegurðardrottning var nemendunum innan handar hvað varðar göngu og framkomu á sýningarpallinum, nemendur á hársnyrtibraut iðnskólans í Hafnarfriði sáu um hárgreiðslur og nemendur á snyrtibraut FB um förðun.

Kynnir kvöldsins var Magnús Ingvason aðstoðarskólameistari FB og var einnig boðið upp á léttar veitingar og skemmtiatriði.