Bjarney Hagalínsdóttir fæddist í Hvammi Dýrafirði 23. mars 1919. Hún andaðist á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, 19. febrúar 2014.

Bjarney var jarðsungin frá Akraneskirkju 28. febrúar 2014.

Ástarfaðir himinhæða,

heyr þú barna þinna kvak,

enn í dag og alla daga

í þinn náðarfaðm mig tak.

Náð þín sólin er mér eina,

orð þín döggin himni frá,

er mig hressir, elur, nærir,

eins og foldarblómin smá.

Einn þú hefur allt í hönd um,

öll þér kunn er þörfin mín,

ó, svo veit í alnægð þinni

einnig mér af ljósi þín.

Anda þinn lát æ mér stjórna,

auðsveipan gjör huga minn,

og á þinnar elsku vegum

inn mig leið í himin þinn.

(Steingrímur Thorsteinsson)

Guð geymi þig elsku langamma.

Hörður Rafnar Auðar-

son Pálmarsson og Auður B. Ólafsdóttir.