Hvergerðingur „Fer helst aldrei á hvert fjall nema einu sinni. Leita alltaf nýrra ögrana,“ segir Helgi Þorvaldsson kennari við FSu.
Hvergerðingur „Fer helst aldrei á hvert fjall nema einu sinni. Leita alltaf nýrra ögrana,“ segir Helgi Þorvaldsson kennari við FSu.
Mér finnst gaman að grípa í hamar og sög. Um aldamót hófst ég handa við að byggja mér og mínum hús við Laufskóga hér í Hveragerði og hingað fluttum við 2006.

Mér finnst gaman að grípa í hamar og sög. Um aldamót hófst ég handa við að byggja mér og mínum hús við Laufskóga hér í Hveragerði og hingað fluttum við 2006. Hafi menn áhuga og getu er alveg þjóðráð í svona verkefnum að gera sem mest sjálfur og spara,“ segir Helgi Þorvaldsson í Hveragerði sem er sextugur í dag. „Sem strákur var ég mikið í íþróttum en hef hægt á mér í seinni tíð. Finnst þó gaman að gönguferðum en fer helst aldrei á hvert fjall nema einu sinni. Leita alltaf nýrra ögrana. Fannst til dæmis mikið ævintýri að ganga á Heklu og nú er stefnan sett á Botnssúlur.“

Helgi sem er frá Selfossi er kennari að mennt. Hóf ferilinn 1977 í Hveragerði, en hefur verið enskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands frá stofnun árið 1981. „Stundum hendir að í tímum eru barnabörn þeirra sem voru hjá mér fyrstu árin. Nemendurnir eftir öll þessi ár skipta orðið þúsundum,“ segir Helgi sem ætlar að njóta afmælisdagsins með sínu fólki og hefur svigrúm til þess, því í dag stendur svo á að vorannarfrí er í FSu. Og hugsanlega verkfall eftir helgina.

„Við hjónin förum kannski út að borða, það verða engin hátíðahöld,“ segir Helgi sem er kvæntur Þóreyju Hilmarsdóttur, samkennara sínum. Með fyrri konu sinni, Arndísi Guðmundsdóttur, sem er látin, á Helgi tvo syni, þá Þóri og Þorvald Pál sem báðir eru uppkomnir menn. sbs@mbl.is