14. mars 1992 Eyjólfur Sverrisson tryggir Stuttgart dýrmætan sigur á Köln, 1:0, sem styrkir stöðu liðsins í baráttunni um þýska meistaratitilinn í knattspyrnu.

14. mars 1992

Eyjólfur Sverrisson tryggir Stuttgart dýrmætan sigur á Köln, 1:0, sem styrkir stöðu liðsins í baráttunni um þýska meistaratitilinn í knattspyrnu. Eyjólfur heldur með þessu uppá nýjan tveggja ára samning við þýska félagið sem hann skrifaði undir degi áður.

14. mars 2007

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigrar Kínverja, 4:1, í lokaleik sínum í Algarve-bikar kvenna í Portúgal en það er leikur um 9. sætið á mótinu. Óvænt því Kína er þarna í 9. sæti á heimslista FIFA. Margrét Lára Viðarsdóttir skorar tvö mörk og Dóra María Lárusdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir eitt hvor.