— Morgunblaðið/Ómar
Um fjögur hundruð félagsmenn Bandalags háskólamanna, BHM, mættu á fund BHM og viðsemjenda félagsins í Háskólabíói í gær. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, ávörpuðu fundinn.

Um fjögur hundruð félagsmenn Bandalags háskólamanna, BHM, mættu á fund BHM og viðsemjenda félagsins í Háskólabíói í gær. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, ávörpuðu fundinn. „Við vildum fá að vita hvaða áætlanir þeir hefðu í okkar kjaramálum,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, í viðtali við mbl.is í gær. Hún segir óánægju fara vaxandi meðal félagsmanna. „Áherslan hefur verið mikil á lægstu launin og okkar fólk hefur setið eftir. Við viljum sjá launaleiðréttingar og sjá þær núna,“ sagði Guðlaug.

Nú þegar hefur einn hópur innan BHM, háskólakennarar, ákveðið að greiða atkvæði um verkfallsboðun og verður það gert í næstu viku.

Fundað var með hléum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið í gær og lauk fundum um kl. 19 í gærkvöld. Samninganefnd ríkisins lagði ekki fram nýtt launatilboð á þessum fundum. Verkfall hefst í framhaldsskólum á mánudaginn, náist ekki samningar fyrir þann tíma.