Frankie Leikkonan Eva Myles fer á kostum sem Frankie.
Frankie Leikkonan Eva Myles fer á kostum sem Frankie.
Leikkonan Eva Myles fer á kostum í hlutverki hjúkrunarfræðingsins Frankie í samnefndum breskum þáttum. Persónan Frankie býr yfir allt að því yfirnáttúrlegum hæfileika til samlíðunar með samferðafólki sínu.

Leikkonan Eva Myles fer á kostum í hlutverki hjúkrunarfræðingsins Frankie í samnefndum breskum þáttum. Persónan Frankie býr yfir allt að því yfirnáttúrlegum hæfileika til samlíðunar með samferðafólki sínu.

Persónan er eflaust vinalegt vink til hjúkrunarkonunnar víðfrægu Florence Nightingale sem hjúkraði særðum hermönnum í Krímstríðinu á næstsíðustu öld. Hún vann alla tíð ötullega að umbótum á heilbrigðiskerfinu í Bretlandi auk þess að vera baráttukona fyrir kvenréttindum. Hún fylgdi ekki ríkjandi viðhorfum samfélagsins, var ógift og byggði upp starfsframa.

Báðar eru þær sjálfstæðar konur sem þurfa ekki á karlpeningi að halda til að láta drauma sína rætast, þó þeir séu vissulega krydd í tilveruna. Kærleikurinn sem Frankie býr yfir er verðugur til eftirbreytni. Uppgjöf gagnvart aðstæðum er ekki til í orðabók hennar því ávallt eru til leiðir út úr vandanum. Þættirnir eru ákaflega vel skrifaðir þar sem venjulegt fólk er í fyrirrúmi.

Þessi velska leikkona býr yfir einstökum sjarma og leikhæfileikum en frekjuskarðið gefur henni glettið og fjörlegt yfirbragð.

Þórunn Kristjánsdóttir