Hrafn Verk á sýningu Guðlaugar Drafnar.
Hrafn Verk á sýningu Guðlaugar Drafnar.
Um þessar mundir stendur yfir í Listasal Mosfellsbæjar fjórða einkasýning Guðlaugar Drafnar Gunnarsdóttur.

Um þessar mundir stendur yfir í Listasal Mosfellsbæjar fjórða einkasýning Guðlaugar Drafnar Gunnarsdóttur. Sýninguna kallar hún „Vorið, kæri vinur“ og á henni eru stór olíumálverk á striga þar sem viðfangsefnin eru landslag, náttúra, ljós og dýr. Einnig eru teikningar gerðar á plexígler og fuglamyndir teiknaðar með hvítri málningu og kastast sem skuggar á vegginn þegar ljós fellur á.

Guðlaug útskrifaðist með meistaragráðu frá École Nationale Supérieure d'Art, Villa Arson, í Frakklandi árið 2007 og hlaut þar viðurkenningu fyrir framúrskarandi vinnuaðferðir og tækni. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða erlendis og á Íslandi.

Guðlaug Dröfn er einnig tónlistarkona og hefur síðustu fimm ár leikið með þjóðlagapoppsveitinni Miklagarði.