Þrjú á palli Ísólfur Líndal Þórisson, Þórarinn Eymundsson sigurvegari og Mette Mannseth taka við sigurlaunum sínum eftir fimmgangskeppnina.
Þrjú á palli Ísólfur Líndal Þórisson, Þórarinn Eymundsson sigurvegari og Mette Mannseth taka við sigurlaunum sínum eftir fimmgangskeppnina. — Ljósmynd/Svala Guðmundsdóttir
Þórarinn Eymundsson og Þeyr frá Prestbæ sigruðu í fimmgangskeppni Meistaradeildar Norðurlands, KS-deildinni, sem fram fór í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í fyrrakvöld. Þórarinn var efstur eftir forkeppnina.

Þórarinn Eymundsson og Þeyr frá Prestbæ sigruðu í fimmgangskeppni Meistaradeildar Norðurlands, KS-deildinni, sem fram fór í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í fyrrakvöld.

Þórarinn var efstur eftir forkeppnina. Mette Mannseth og Stjörnustæll frá Dalvík urðu efst í B-úrslitum og náðu öðru sætinu í úrslitum. Komust þau upp fyrir sigurvegarana frá mótinu í fyrra, Ísólf Líndal Þórisson og Sólbjart frá Flekkudal, sem höfðu verið í öðru sætinu eftir forkeppnina.

Bjarni Jónasson og Dynur frá Dalsmynni urðu í fjórða sæti og Elvar E. Einarsson á Gátu frá Ytra-Vallholti í því fimmta.

Mikil spenna er komin í einstaklingskeppni KS-deildarinnar. Þórarinn er nú jafn Ísólfi Líndal með 37 stig og ekki langt á eftir er Bjarni Jónasson í þriðja sæti og Mette Mannseth í því fjórða.

Hrímnir er með afgerandi forystu í liðakeppninni með 91 stig. Laekjamot.is er í öðru sæti og Draupnir / Þúfur í því þriðja.

Keppt verður í tölti 26. mars.

helgi@mbl.is