Föstudaginn 14. mars halda samtökin BPW Reykjavík málþing um jafnlaunadaginn. Málþingið ber heitið „Jafnlaunadagur – hugmynd fyrir Ísland 2015“ og verður haldið í blómasal Hótel Natura og hefst kl. 15.00.

Föstudaginn 14. mars halda samtökin BPW Reykjavík málþing um jafnlaunadaginn. Málþingið ber heitið „Jafnlaunadagur – hugmynd fyrir Ísland 2015“ og verður haldið í blómasal Hótel Natura og hefst kl. 15.00.

Í frétt frá samtökunum segir að spurt verði hvort þessum degi verði komið á fót hér á landi á næsta ári. „En sé miðað við 18,1% launamun þá ætti jafnlaunadagurinn á Íslandi að vera 6. mars,“ segir í tilkynningunni. Sérstakur gestur málþingsins verður leiðtogi Evrópusamtaka BPW, Sabine Schmelzer, en hún hefur skipulagt og undirbúið jafnlaunadaginn víða í Evrópu síðastliðin ár. Evrópusamtök BPW hafa verið ein helstu samtök kvenna í kvenréttindabaráttu í mörgum löndum Evrópu og höfðu þær m.a. frumkvæði að stofnun jafnlaunadags í Belgíu 2005, sem síðan hefur breiðst út í Evrópu.