Slys Tvö fjölbýlishús hrundu í gassprengingu í New York á miðvikudag.
Slys Tvö fjölbýlishús hrundu í gassprengingu í New York á miðvikudag. — AFP
Alls sjö hafa fundist látnir í rústum fjölbýlishúsanna tveggja sem hrundu í gassprengingu í austurhluta Harlem-hverfis í New York á miðvikudag. Meðal látinna eru þrír karlar og fjórar konur en þrjár þeirra voru 21 árs, 44 ára og 67 ára.

Alls sjö hafa fundist látnir í rústum fjölbýlishúsanna tveggja sem hrundu í gassprengingu í austurhluta Harlem-hverfis í New York á miðvikudag. Meðal látinna eru þrír karlar og fjórar konur en þrjár þeirra voru 21 árs, 44 ára og 67 ára. Samkvæmt upplýsingum frá fjórum sjúkrahúsum, þangað sem fólk var flutt, særðust 63 í sprengingunni, flestir lítillega.

Íbúar í nágrenninu vöknuðu klukkan 9.30 að staðartíma við miklar drunur og héldu margir að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Nokkru áður hafði verið tilkynnt um mögulegan gasleka en það tók yfir 200 slökkviliðsmenn klukkustundir að slökkva eld sem barst í nærliggjandi byggingar. Í gær var enn leitað að fólki sem var saknað en nákvæmur fjöldi lá ekki fyrir.