Sáttatilraunir í kjaradeilu Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsmanna í járnblendiverksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga hafa enn engan árangur borið og ber mikið í milli, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns VLFA.

Sáttatilraunir í kjaradeilu Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsmanna í járnblendiverksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga hafa enn engan árangur borið og ber mikið í milli, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns VLFA.

Í dag lýkur atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í verksmiðjunni, sem á að hefjast 25. mars hafi samningar ekki náðst. Þátttaka í kosningunni er mikil að sögn Vilhjálms og var í gær að nálgast 80-90% þeirra sem eru á kjörskrá að sögn hans. Vilhjálmur segist ekki eiga von á öðru en að verkfallsboðunin verði samþykkt.

Boðað er til næsta sáttafundar í deilunni á þriðjudaginn í næstu viku.