Skattframtal Flestir skila rafrænt núorðið en áður skilaði fólk inn um lúgu.
Skattframtal Flestir skila rafrænt núorðið en áður skilaði fólk inn um lúgu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nú þegar líður að því að landsmenn þurfa að skila skattframtali, getur verið gott að fá leiðbeiningar, sérstaklega fyrir þá sem eru að telja fram í fyrsta sinn.

Nú þegar líður að því að landsmenn þurfa að skila skattframtali, getur verið gott að fá leiðbeiningar, sérstaklega fyrir þá sem eru að telja fram í fyrsta sinn. Á morgun, laugardag, milli klukkan 13 og 17 verður svokallaður Skattadagur Lögréttu í Háskólanum í Reykjavík. Þá ætlar lögfræðiþjónusta Lögréttu að veita endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala í samstarfi við KPMG.

Ráðgjöfin verður í Háskólanum í Reykjavík, sem er á Menntavegi 1 í Öskjuhlíðinni.

Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu þurfa að hafa meðferðis:

• Lykilorð og auðkennislykil til að komast inn á heimabanka

• Veflykil inn á rsk.is

• Verktakamiða síðasta árs (ef við á)

Öllum er velkomið að mæta og nýta sér þessi ókeypis aðstoð.