— AFP
Kínversk stjórnvöld munu hvorki líða spillingu né spillta embættismenn, sagði Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, við lok árlegrar löggjafarsamkomu kínverska þingsins í gær.
Kínversk stjórnvöld munu hvorki líða spillingu né spillta embættismenn, sagði Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, við lok árlegrar löggjafarsamkomu kínverska þingsins í gær. Li lagði áherslu á að lögin færu ekki í manngreinarálit en athygli vakti að hvergi var minnst á Zhou Yongkang, fyrrverandi nefndarmann í fastanefnd stjórnmálaráðs Kommúnistaflokksins, sem ku sæta rannsókn vegna gruns um spillingu.