Jóhann Þór Hólmgrímsson féll úr leik í fyrri ferð í svigi í sitjandi flokki á vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí í Rússlandi í gær. Hann fór út úr brautinni og missti af hliði neðarlega í brekkunni. Jóhann Þór var 37. í rásröðinni af 41 keppanda.
Jóhann Þór Hólmgrímsson féll úr leik í fyrri ferð í svigi í sitjandi flokki á vetrarólympíumóti fatlaðra í Sotsjí í Rússlandi í gær. Hann fór út úr brautinni og missti af hliði neðarlega í brekkunni. Jóhann Þór var 37. í rásröðinni af 41 keppanda. Brautin var orðin mjög grafin þegar hann lagði af stað og ellefu keppendur til viðbótar fóru út úr brautinni. Jóhann Þór tekur þátt í stórsvigi á morgun.

Knattspyrnumaðurinn Rafn Andri Haraldsson er kominn til Þróttar í Reykjavík á ný eftir fjögur ár hjá Breiðabliki. Rafn hefur verið afar óheppinn með meiðsli og misst af tveimur heilum tímabilum hjá Blikum, 2010 og 2013.