Árni Helgason fæddist í Reykjavík fyrir einni öld en ólst upp á Eskifirði. Foreldrar hans voru Helgi G. Þorláksson, kaupmaður þar, og k.h., Vilborg Árnadóttir húsfreyja. Eiginkona Árna var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir kennari sem lést 1994.

Árni Helgason fæddist í Reykjavík fyrir einni öld en ólst upp á Eskifirði. Foreldrar hans voru Helgi G. Þorláksson, kaupmaður þar, og k.h., Vilborg Árnadóttir húsfreyja.

Eiginkona Árna var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir kennari sem lést 1994. Börn þeirra eru Gunnlaugur Auðunn, útgerðarstjóri í Stykkishólmi; Halldór, hagfræðingur hjá SA; Helgi, skólastjóri Rimaskóla, og Vilborg Anna, kennari við MK.

Árni var sjómaður og verkamaður á Eskifirði og var sýsluritari þar 1936-42. Hann flutti þá í Stykkishólm og átti eftir að verða þar vinsæll áhrifamaður í félags- og bæjarlífi enda kjörinn heiðursborgari Stykkishólms.

Árni var sýsluskrifari í Hólminum 1942-56, stöðvarstjóri Pósts og síma 1954-84, landskunnur fréttaritari Morgunblaðsins í rúma hálfa öld frá 1943, auk þess Ríkisútvarps frá 1958 og Ríkissjónvarps frá 1966, umboðsmaður Brunabótafélagsins, Loftleiða hf. og Flugleiða hf. og stofnandi og stjórnandi útgerðarfélaga.

Árni var eindreginn málsvari áfengisbindindis og Góðtemplarareglunnar og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir hana, formaður áfengisnefndar Stykkishólms, Félags áfengisvarnanefndar sýslunnar og sat í Áfengisvarnarráði. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sat í stjórn slysavarnafélagsins Brimrúnar á Eskifirði, í stjórn Lúðrafélags Eskifjarðar, var stofnandi Lúðrasveitar Stykkishólms og formaður hennar, sat í stjórn Skógræktarfélags Stykkishólms, hótelsfélagsins Þórs og var einn stofnenda Lionsklúbbs Stykkishólms.

Árni var endurskoðandi hreppsreikninga í Stykkishólmi, formaður fræðslunefndar, sat í stjórn Amtsbókasafnsins og var landsþekktur skemmtikraftur sem söng eigin gamanvísur á ótal skemmtunum. Hann lést 27.2. 2008.

Í tilefni þess að 100 ár eru frá fæðingu Árna bjóða börn hans til kaffisamsætis og dagskrár í félagsheimli Stykkishólms sunnud. 16.3. kl. 14.30.