Dómstóll Hús Hæstaréttar.
Dómstóll Hús Hæstaréttar.
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 19 ára gömlum karlmanni sem var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í mars 2012 í miðborg Reykjavíkur.

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 19 ára gömlum karlmanni sem var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í mars 2012 í miðborg Reykjavíkur.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa veist að manni með því að skalla hann í höfuðið, slá hann tveimur höggum og skera með blaði úr dúkahníf. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að brot árásarmannsins hafi verið talin varða við 218. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafði tvisvar hlotið ákærufrestun, árásin átti sér stað í átökum og maðurinn hlaut sjálfur mikla áverka í átökum við aðra þetta sinn.

Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða brotaþola 1 milljón króna í miskabætur.