Unnu Jóhann Berg Guðmundsson á flugi í leiknum gegn Anzhi.
Unnu Jóhann Berg Guðmundsson á flugi í leiknum gegn Anzhi. — AFP
Bandaríski Grafarvogsbúinn Aron Jóhannsson skoraði afar mikilvægt mark fyrir AZ Alkmaar í gærkvöld en hollenska liðið vann þá Anzhi Makhachkala frá Rússlandi, 1:0, í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Aron skoraði úr vítaspyrnu á 29.

Bandaríski Grafarvogsbúinn Aron Jóhannsson skoraði afar mikilvægt mark fyrir AZ Alkmaar í gærkvöld en hollenska liðið vann þá Anzhi Makhachkala frá Rússlandi, 1:0, í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Aron skoraði úr vítaspyrnu á 29. mínútu, reyndar naumlega því engu munaði að markvörður Anzhi næði að verja. Aron og Jóhann Berg Guðmundsson eiga nú ágæta möguleika á að komast með liði sínu í átta liða úrslitin. Jóhann Berg lék seinni hálfleikinn með AZ í gærkvöld. AZ er eina hollenska liðið sem er eftir í Evrópumótunum.

Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á æfingu og gat ekki spilað með Tottenham sem tók á móti Benfica frá Portúgal á White Hart Lane. Möguleikar Tottenham á að komast lengra í keppninni eru sáralitlir eftir 1:3 ósigur. Luisao skoraði tvívegis fyrir Benfica og Rodrigo gerði fyrsta markið. Christian Eriksen skoraði glæsimark fyrir Tottenham, minnkaði þá muninn í 1:2 úr aukaspyrnu, en það dugði skammt. Tim Sherwood knattspyrnustjóri lagði áherslu á að Tottenham myndi nota þennan leik til að rífa sig upp eftir skellinn gegn Chelsea á dögunum en það tókst engan veginn.

Allt bendir til þess að ekkert enskt lið komist í átta liða úrslitin og gengi þeirra er því engu betra en í Meistaradeildinni þar sem mjög tæpt stendur hvort nokkurt þeirra komist áfram úr sextán liða úrslitunum.

Valencia, Lyon og Real Betis standa líka mjög vel að vígi eftir fyrri leikina í 16-liða úrslitunum í gærkvöld en öll úrslitin eru á bls. 3.

vs@mbl.is