Björgvin Þór Hólmgeirsson
Björgvin Þór Hólmgeirsson
Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta handknattleiksliðs ÍR, er í óvissu um hvenær hann getur leikið með félögum sínum á nýjan leik í Olís-deild karla.

Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta handknattleiksliðs ÍR, er í óvissu um hvenær hann getur leikið með félögum sínum á nýjan leik í Olís-deild karla. Hann fékk þungt högg á þumalfingur hægri handar í úrslitaleik bikarkeppninnar fyrir nærri hálfum mánuði. Síðan hefur Björgvin Þór ekkert leikið með samherjum sínum. Eftir því sem næst verður komist fær hann úrskurð frá lækni í dag um hvað er að fingrinum og hvenær hann getur þá byrjað að leika á nýjan leik. iben@mbl.is