Guðný Guðmundsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir
Tríó Reykjavíkur kemur fram á hádegistónleikum á Kjarvalsstöðum í dag, föstudag, kl. 12.15. Tríóið er skipað Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Gerrit Schuil píanóleikara.

Tríó Reykjavíkur kemur fram á hádegistónleikum á Kjarvalsstöðum í dag, föstudag, kl. 12.15. Tríóið er skipað Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Gerrit Schuil píanóleikara.

Yfirskriftin er „Sumar, vetur, vor og Bach ásamt rómantískum rómönsum frá þremur öldum“ og tengist efnisskráin sýningunni „Árstíðunum í verkum Kjarvals“ sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Meðal annars verða fluttir þættir úr Árstíðum Vivaldis, Vorsnónötu Beethovens og einleikssvítum fyrir selló eftir Bach, auk rómansa frá þremur öldum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.