Baldur Arnarson Stefán Gunnar Sveinsson Fulltrúar bankaráðs Seðlabankans ákváðu einróma á fundi í gær að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslum lögmannsreikninga Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna málaferla hans við bankann.

Baldur Arnarson

Stefán Gunnar Sveinsson

Fulltrúar bankaráðs Seðlabankans ákváðu einróma á fundi í gær að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslum lögmannsreikninga Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna málaferla hans við bankann.

Fram kemur í yfirlýsingu frá ráðinu að reikningar vegna umræddra greiðslna voru greiddir af Seðlabankanum frá lokum árs 2011 til miðs árs 2013. Felur ráðið jafnframt Ríkisendurskoðun að kanna hvort farið hafi verið að lögum og reglum við meðferð málsins.

Már boðaði til blaðamannafundar á fimmta tímanum í gær, innan við klukkustund eftir að fundur bankaráðs hófst. Sagðist hann þar hafa beint því til bankaráðs að það hlutist til um að þeim þætti málsins er að honum snýr verði hraðað.

Már kveðst í samtali við Morgunblaðið tilbúinn að íhuga að endurgreiða bankanum kostnaðinn, þótt í ljós komi að hann hafi átt rétt á greiðslunum. Niðurstaða rannsóknarinnar geti haft áhrif á ákvörðun hans um að sækja um embættið.


Gagnrýnir nornaveiðar
» Már gagnrýnir nornaveiðar í umfjöllun um mál hans.
» „Enginn vandi sé að fá almenningsálit upp á móti þeim sem eru taldir hafa eitthvað hærri tekjur en aðrir.“