Gaman Leikir nýtast vel í læsi.
Gaman Leikir nýtast vel í læsi.
Fræðslufundur um læsi og lesskilning barna í leik- og grunnskólum verður haldinn í sal Garðyrkjufélags Íslands í Síðumúla 1 nk. þriðjudag, 18. mars, kl. 9-15. Fundurinn er hugsaður fyrir alla þá sem láta sig læsi barna varða.
Fræðslufundur um læsi og lesskilning barna í leik- og grunnskólum verður haldinn í sal Garðyrkjufélags Íslands í Síðumúla 1 nk. þriðjudag, 18. mars, kl. 9-15. Fundurinn er hugsaður fyrir alla þá sem láta sig læsi barna varða. Lóa Pind Aldísardóttir, frá Stöð 2 fjallar um þetta út frá reynslu foreldris, Almar M. Halldórsson hjá Námsmatsstofnun fjallar um niðurstöður Pisa-rannsóknarinnar, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur ræðir um það hvernig foreldrar og kennarar skapa börnum bestu mögulegu þroskaskilyrði er varðar mál og tal og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi í Reykjanesbæ, segir frá þeirra framtíðarsýn varðandi áherslur á læsi og stærðfræði í leikskólum. Sigrún Jensdóttir ræðir um það hver sé framtíð lesblindra á Íslandi og Kristín Einarsdóttir frá Leikur að læra ræðir um kennslu gegnum leik og hreyfingu. Björn Árni Ólafsson, sölustjóri ABC leikfanga, fjallar einnig um hvernig nýta má leiki til árangurs í þessum málaflokki. Verslunin ABC leikföng stendur fyrir fundinum, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í innflutningi og sölu á þroskaleikföngum, gögnum til málörvunar og sérkennslugögnum, sögum sem auka félagsfærni, spilum og öðrum kennslugögnum sem henta börnum. Með þessum sérhæfðu vörum er hægt að þróa færni barna á mörgum sviðum s.s. fín- og grófhreyfingar, samskiptahæfni, málþroska, rökhugsun o.fl. Skráning á netfangi: skraning@abcleikfong.is til 15. mars.