Unnur Ómarsdóttir
Unnur Ómarsdóttir
Grótta á enn möguleika á að ná þriðja eða fjórða sætinu í Olís-deild kvenna í handknattleik eftir góðan útisigur á Fram, 15:13, í næstsíðustu umferðinni í Safamýrinni í gærkvöld.

Grótta á enn möguleika á að ná þriðja eða fjórða sætinu í Olís-deild kvenna í handknattleik eftir góðan útisigur á Fram, 15:13, í næstsíðustu umferðinni í Safamýrinni í gærkvöld. Fram var yfir í hálfleik, 7:6, en Seltirningar sneru því sér í hag í seinni hálfleik. Unnur Ómarsdóttir var þar í aðalhlutverki en hún skoraði 7 mörk fyrir Gróttu. Seltirningar eru nú með 29 stig í 5. sætinu og eiga einn leik eftir. Fram og ÍBV eru með 30 stig hvort en ÍBV á leik til góða. vs@mbl.is