Landssamtök hjólreiðamanna mótmæla því í umsögn til Alþingis að banna eigi akstur léttra bifhjóla, sem komast upp að 25 km hraða á klst.

Landssamtök hjólreiðamanna mótmæla því í umsögn til Alþingis að banna eigi akstur léttra bifhjóla, sem komast upp að 25 km hraða á klst. á götum og vegum með yfir 50 km hámarkshraða eins og boðað er í frumvarpi innanríkisráðherra um breytingar á umferðarlögum.

Verði frumvarpið lögfest verða minnstu vélknúnu hjólin, sem í dag falla undir flokk reiðhjóla, felld undir flokk léttra bifhjóla og skráningarskyld. 16