Talið er að viðskipti með falsaðan varning nemi yfir 250 milljörðum Bandaríkjadala á hverju ári. Embætti tollstjóra tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem beinist gegn vörufölsun og tengslum við fjölþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi.

Talið er að viðskipti með falsaðan varning nemi yfir 250 milljörðum Bandaríkjadala á hverju ári. Embætti tollstjóra tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem beinist gegn vörufölsun og tengslum við fjölþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi.

Herferðin ber yfirskriftina: „Falsanir: ekki kaupa hlut í skipulagðri glæpastarfsemi“. Herferðin sem um ræðir er á vegum fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Eru neytendur hvattir til að leiða hugann að því hverjir og hvað sé að baki framleiðslu á fölsuðum vörum. Nánar á mbl.is