Krakkinn Úr sígildri kvikmynd Charles Chaplin, The Kid, frá árinu 1921.
Krakkinn Úr sígildri kvikmynd Charles Chaplin, The Kid, frá árinu 1921.
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð stendur nú yfir í Bíó Paradís og hefur aðsóknin verið mun meiri í ár en að hátíðinni í fyrra. Fullt var út úr dyrum á frumsýningum tveggja mynda hátíðarinnar, Antboy og Andri og Edda verða bestu vinir .
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð stendur nú yfir í Bíó Paradís og hefur aðsóknin verið mun meiri í ár en að hátíðinni í fyrra. Fullt var út úr dyrum á frumsýningum tveggja mynda hátíðarinnar, Antboy og Andri og Edda verða bestu vinir . Hátíðin stendur til 30. mars og eru ýmsir sérviðburðir á dagskrá hennar, m.a. hryllingsmyndakvöld 29. mars ætlað 15 ára og eldri en á því verða sýndar stuttmyndin Memoria eftir Elísabetu Ýr Atladóttur og japanska teiknimyndin Vampire Hunter D: Bloodlust . Einnig verða sýndar klassískar gamanmyndir frá þögla tímabilinu, The Kid eftir Charles Chaplin og Safety Last! eftir Harold Lloyd. Af öðrum áhugaverðum myndum má nefna teiknimyndna Le jour des corneilles , eða Dag krákanna , eftir Jean-Christophe Dessaint en einn af forsprökkum frönsku nýbylgjunnar, Claude Chabrol, leiklas inn á myndina skömmu áður en hann lést.