Frumsýning Sauðkindin, listafélag MK, frumsýnir Börrlesk á morgun.
Frumsýning Sauðkindin, listafélag MK, frumsýnir Börrlesk á morgun.
Sauðkindin, leiklistarfélag Menntaskólans í Kópavogi, frumsýnir söngleikinn Börrlesk á morgun. Sýningin er í anda myndarinnar Burlesque og segir frá sveitastelpunni Ali sem flytur í stórborgina til að láta drauma sína rætast.

Sauðkindin, leiklistarfélag Menntaskólans í Kópavogi, frumsýnir söngleikinn Börrlesk á morgun. Sýningin er í anda myndarinnar Burlesque og segir frá sveitastelpunni Ali sem flytur í stórborgina til að láta drauma sína rætast.Hún rekst á hinn fræga stað Burlesque þar sem stemningin er í 50's stíl og dansararnir eggjandi. Þar byrjar hún að vinna sem þjónn þrátt fyrir að draumurinn sé að vera dansari. Þar kynnist hún barþjóninum Jack og komast þau að því að þau eiga margt sameiginlegt. Leikstjórar sýningarnar eru þau Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason.

Áætlaðar eru sex sýningar eftir frumsýninguna á morgun og kostar 2000 krónur fyrir MK-inga og börn yngri en 12 ára en 2500 kr fyrir aðra.