Ruud van Nistelrooy
Ruud van Nistelrooy
Guus Hiddink hefur endanlega gengið frá samkomulagi við hollenska knattspyrnusambandið um að taka aftur við þjálfun landsliðsins. Hann verður því við stjórnvölinn þegar Hollendingar mæta á Laugardalsvöll 13. október í undankeppni EM.

Guus Hiddink hefur endanlega gengið frá samkomulagi við hollenska knattspyrnusambandið um að taka aftur við þjálfun landsliðsins. Hann verður því við stjórnvölinn þegar Hollendingar mæta á Laugardalsvöll 13. október í undankeppni EM. Hiddink verður með gamla markaskorarann Ruud van Nistelrooy sér til aðstoðar sem og Danny Blind, fyrrverandi varnarmann hollenska landsliðsins. Jaap Stam hafnaði hins vegar boði um að aðstoða Hiddink. sindris@mbl.is