Þ órir Ólafsson var markahæstur hjá pólska meistaraliðinu Vive Kielce þegar það valtaði yfir Gwardia Opole í lokaumferð pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld, 42:19. Þórir skoraði átta mörk í leiknum.

Þ órir Ólafsson var markahæstur hjá pólska meistaraliðinu Vive Kielce þegar það valtaði yfir Gwardia Opole í lokaumferð pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld, 42:19. Þórir skoraði átta mörk í leiknum. Með þessum sigri lauk Kielce keppni í deildinni með fullu húsi stiga en liðið vann alla 22 leiki sína og fékk 44 stig. Þetta var fyrsti leikur Kielce eftir að sló í brýnu milli Talants Dujshebaev , þjálfara liðsins, og Guðmundar Þ. Guðmundssonar , þjálfara Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu, um helgina.

Knattspyrnumaðurinn Heiðar Geir Júlíusson , sem skrifaði undir samning við Þrótt Reykjavík fyrir aðeins 12 dögum, er kominn til Noregs þar sem hann verður næstu daga til reynslu hjá fyrstudeildarliðinu HamKam í von um að fá samning hjá félaginu. Klásúla er í samningi Heiðars Geirs við Þrótt sem gerir honum kleift að fara frítt berist tilboð frá erlendu félagi. Forráðamenn HamKam eru með Heiðar Geir til reynslu sem hægri bakvörð en hann hefur vanalega leikið framar á vellinum í gegnum tíðina. Hann lék með Fylki hérlendis framan af síðasta sumri en svo með Uddevalla í sænsku D-deildinni það sem eftir lifði leiktíðar.