Garðar Garðarsson og Svavar Jensen Suðurnesjameistarar í tvímenningi Garðar Garðarsson og Guðjón Svavar Jensen sigruðu af miklu öryggi í fjögurra kvölda meistaramóti Suðurnesja í tvímenningi en mótinu lauk sl. fimmtudag.

Garðar Garðarsson og Svavar Jensen Suðurnesjameistarar í tvímenningi

Garðar Garðarsson og Guðjón Svavar Jensen sigruðu af miklu öryggi í fjögurra kvölda meistaramóti Suðurnesja í tvímenningi en mótinu lauk sl. fimmtudag. Garðar og Svavar voru með 60,5% meðalskor. Gunnar Guðbjörnsson og Garðar Þór Garðarsson urðu í öðru sæti með 56,1% og feðgarnir Bjarki Dagsson og Dagur Ingimundarson þriðju með 52,8%.

Flækjufóturinn Arnór Ragnarsson var reyndar með 57,3% skor en hann spilaði við þrjá spilara og var þar með eðlilega sleginn frá verðlaunum.

Téður Arnór spilaði best síðasta spilakvöldið ásamt Birki Jónssyni en þeir voru með 63,4% skor. Garðar og Svavar voru í öðru sæti með 61,9% og Garðar Þór og Gunnar voru með 57,7%.

Stefnt er að því að hefja næsta fimmtudag þriggja kvölda hraðsveitakeppni þar sem dregið verður í sveitir.

Spilað er í félagsheimilinu á Mánagrund kl. 19.

BFEB Hafnarfirði

Þriðjudaginn 18. mars var spilaður tvímenningur með þátttöku 34 para.

Efstu pör í N/S

Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 62,7

Ragnar Björnsson - Óskar Karlsson 62,2

Ólafur Ingvarss. - Magnús Jónsson 57,1

Örn Einarss. - Guðlaugur Ellertsson 55,3

Erla Sigurjónsd. - Jóhann Benediktss. 54,8

AV

Sturla Snæbjss. - Ormarr Snæbjörnss. 62,7

Birgir Sigurðss. - Óskar Ólafsson 58,5

Margr. Gunnarsd. - Vigdís Hallgrímsd. 55,9

Tómas Sigurjss. - Jóhannes Guðmannss. 55,3

Bergljót Gunnarsd. - Sveinn Gunnlss. 55,0

Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði.

Stökum spilurum hjálpað til við myndun para.

Félag eldri borgara í Reykjavík

Fimmtudaginn 20. mars var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 12 borðum.

Efstu pör í N/S:

Gunnar Jónsson – Ágúst Þorsteinss. 266

Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 255

Bjarni Þórarinss – Ragnar Björnsson 239

Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 234

A/V:

Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 275

Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 265

Friðrik Jónsson – Oddur Halldórsson 264

Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 238

Mánudaginn 24. mars var spilaður tvímenningur á 12 borðum. Efstu pör í N/S:

Ragnar Björnsson – Óskar Karlsson 268

Bjarni Þórarinss. – Oddur Halldórsson 247

Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 239

Siguróli Jóhannss. - Magnús Ingólfss. 233

A/V

Kristín Guðbjd.–Friðgerður Benediktsd. 262

Axel Lárusson – Bergur Ingimundars. 250

Ólafur Ingvarsson – Hrólfur Guðmss. 250

Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 248