Gísli Már Gíslason prófessor við Háskóla Íslands flytur erindið „Þjórsárver – náttúra og náttúruverndarsaga“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 26. mars kl. 15:15-16:00.

Gísli Már Gíslason prófessor við Háskóla Íslands flytur erindið „Þjórsárver – náttúra og náttúruverndarsaga“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 26. mars kl. 15:15-16:00.

Þjórsárver er heiti sem Finnur Guðmundsson fuglafræðingur gaf varpstöðvum heiðargæsar sunnan Hofsjökuls. Þjósárver eru í dæld sem fær vatn frá Hofsjökli og austan frá Vatnajökli. Nafnið ver (veiðistöð) vísar til þess að þarna voru heiðagæsir veiddar í sárum áður fyrr.

Í erindinu verður skýrt frá náttúru þessa svæðis, sem er stærsta gróðurlendi í miðhálendi Íslands í eyðimörk sem umlykur það. Um helmingur er votlendi og á milli þeirra lyng- og víðiheiðar.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.