— Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
26. mars 1876 Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur var stofnað, en það er talið fyrsta hljómsveit á Íslandi. Félagið hélt fyrstu opinberu tónleikana rúmu ári síðar í bæjarþingssalnum í Hegningarhúsinu. 26.

26. mars 1876

Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur var stofnað, en það er talið fyrsta hljómsveit á Íslandi. Félagið hélt fyrstu opinberu tónleikana rúmu ári síðar í bæjarþingssalnum í Hegningarhúsinu.

26. mars 1920

Þór, fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga, kom til Vestmannaeyja. Þetta var fyrsta íslenska skipið sem fallbyssa var sett á. Það strandaði í desember 1929.

26. mars 1947

Knattspyrnusamband Íslands var stofnað. Það er fjölmennasta sérsambandið innan ÍSÍ með meira en nítján þúsund íþróttaiðkendur.

26. mars 1973

Flugvélin Vor fórst í Búrfjöllum, norður af Langjökli, og með henni fimm manns, meðal annarra Björn Pálsson flugmaður.

26. mars 1973

Húsmæður mótmæltu verðhækkunum á landbúnaðarvörum, bæði á Austurvelli og á þingpöllum. Morgunblaðið talaði um gífurlegan fjölda og að mikið hefði borið á ungum konum.

26. mars 1979

Bretinn Mickie Gee setti heimsmet í plötusnúningi á skemmtistaðnum Óðali. Hann hafði verið að í 1.500 klukkustundir.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson