ROPE. S-AV Norður &spade;Á83 &heart;K982 ⋄K32 &klubs;G85 Vestur Austur &spade;D10762 &spade;954 &heart;G103 &heart;75 ⋄107 ⋄DG86 &klubs;D94 &klubs;7632 Suður &spade;KG &heart;ÁD64 ⋄Á954 &klubs;ÁK10 Suður spilar 6&heart;.

ROPE. S-AV

Norður
Á83
K982
K32
G85

Vestur Austur
D10762 954
G103 75
107 DG86
D94 7632

Suður
KG
ÁD64
Á954
ÁK10

Suður spilar 6.

Nýlega birtust í tímaritinu The Bridge World athyglisverðar greinar eftir Stefan Ralescu og Barry Rigal um úrspilstækni sem þeir kalla ROPE (Rise Or Partner is Endplayed). Innkast er í pípunum og makker fórnarlambsins reynir að bjarga málum með því að rjúka upp með háspil. En það er ekki ókeypis.

Vestur spilar út G. Sagnhafi tekur þrisvar tromp (austur hendi laufi), leggur niður K og spilar tígli úr borði að Á95. Hugmyndin er að dúkka slaginn yfir til vesturs í þeirri von að hann neyðist til að hreyfa svartan lit (ef tígullinn brotnar ekki 3-3).

En hvað gerist ef austur fer upp með mannspil í tígli? Sagnhafi drepur (tían fellur), fer inn í borð á Á og spilar tígli að níunni. „Uppreisn“ austurs hefur kostað slag á litinn.