Snorri Sigurðarson
Snorri Sigurðarson
Kvartett Snorra Sigurðarsonar kemur fram í Jazzklúbbnum Múlanum í Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudag, og hefjast tónleikarnir klukkan 21.

Kvartett Snorra Sigurðarsonar kemur fram í Jazzklúbbnum Múlanum í Björtuloftum Hörpu í kvöld, miðvikudag, og hefjast tónleikarnir klukkan 21.

Hljóma mun glæný tónlist trompet- og flugelhornleikarans Snorra Sigurðarsonar, sem hann hefur samið sérstaklega fyrir kvartettinn og hann hefur nú nýverið hljóðritað. Ásamt Snorra koma fram þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Richard Andersson á bassa og trommuleikarinn Einar Scheving.

Múlinn, sem nefndur er eftir djassfrömuðinum Jóni Múla Árnasyni, er nú á sínu átjánda starfsári.