Ragna Kjartansdóttir er Cell7
Ragna Kjartansdóttir er Cell7
Menningarhúsið Mengi tekur þátt í Hönnunarmars og sýnir innsetningu á nýrri húsgagnalínu hönnunarteymisins Volka sem ber heitið Viti by Volki. Í línunni eru inni- og útihúsgögn unnin út frá formi og hlutverki vitans, eins og segir í tilkynningu.
Menningarhúsið Mengi tekur þátt í Hönnunarmars og sýnir innsetningu á nýrri húsgagnalínu hönnunarteymisins Volka sem ber heitið Viti by Volki. Í línunni eru inni- og útihúsgögn unnin út frá formi og hlutverki vitans, eins og segir í tilkynningu. Volki er hugarfóstur Elísabetar Jónsdóttur og Olgu Hrafnsdóttur og verður línan afhjúpuð kl. 17. Á föstudaginn treður teiknarinn og grínistinn Hugleikur Dagsson upp og fer með gamanmál og segir í tilkynningu að von sé á sjóðheitum upphiturum. Rapparinn Cell7 skemmtir gestum Mengis svo á laugardaginn, flytur efni af fyrstu skífu sinni, Cellf, sem gefin var út í fyrra, auk annarra laga.