26. mars 1947 Knattspyrnusamband Íslands er stofnað í Vonarstræti í Reykjavík en fjórtán félög og íþróttabandalög eiga aðild að sambandinu frá byrjun.

26. mars 1947

Knattspyrnusamband Íslands er stofnað í Vonarstræti í Reykjavík en fjórtán félög og íþróttabandalög eiga aðild að sambandinu frá byrjun. Þau koma frá Reykjavík (4), Hafnarfirði (2), Akranesi (2), Akureyri (2), Vestmannaeyjum (2), Ísafirði og Siglufirði. Agnar Klemens Jónsson er kjörinn fyrsti formaður KSÍ.

26. mars 1980

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik spilar sinn 100. leik í sögunni og heldur uppá það með því að vinna Armeníu, 77:67, í vináttuleik í Laugardalshöll. Pétur Guðmundsson skorar 21 stig fyrir Ísland og Símon Ólafsson 14.

26. mars 2010

Kári Steinn Karlsson bætir eigið Íslandsmet í 5.000 metra hlaupi um tæpar fimm sekúndur þegar hann endar í 7. sæti á sterku boðsmóti í Stanford í Bandaríkjunum. Kári hleypur á 14:01,99 mínútum og met hans stendur enn.