Vopnaðir menn gerðu í gær árás á skrifstofur yfirkjörstjórnar í Kabúl, höfuðborg Afganistans, einn þeirra sprengdi sig. Hinir komust inn í húsið en óljóst var um mannfall þegar síðast fréttist. Forsetakosningar fara fram í landinu 5. apríl nk.

Vopnaðir menn gerðu í gær árás á skrifstofur yfirkjörstjórnar í Kabúl, höfuðborg Afganistans, einn þeirra sprengdi sig. Hinir komust inn í húsið en óljóst var um mannfall þegar síðast fréttist.

Forsetakosningar fara fram í landinu 5. apríl nk. en þá munu Afganar velja arftaka Hamids Karzais, núverandi forseta. Þetta er ekki fyrsta árásin sem á sér stað nú rétt fyrir kosningarnar. BBC segir að talibanar ætli að sniðganga kosningarnar og trufla þær. Þeir álíta lýðræði stangast á við boðskap íslams. kjon@mbl.is