Fögnuður Leikmenn Bayern fögnuðu á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gær.
Fögnuður Leikmenn Bayern fögnuðu á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gær. — AFP
Bayern München setti glæsilegt met þegar liðið tryggði sér í gærkvöld þýska meistaratitilinn, á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Pep Guardiola.

Bayern München setti glæsilegt met þegar liðið tryggði sér í gærkvöld þýska meistaratitilinn, á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Pep Guardiola. Enn eru sjö umferðir eftir af deildarkeppninni en Bayern hefur ekki tapað leik í vetur, og aðeins gert tvö jafntefli, og náði því að tryggja sér titilinn með sigri á Herthu Berlín á útivelli, 3:1. Þetta var 24. Þýskalandsmeistaratitill Bayern sem hefur landað titlinum tvö ár í röð og getur enn varið þrennuna sem liðið vann á síðustu leiktíð. Það er komið í undanúrslit þýska bikarsins og 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Manchester United.

Miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger varð Þýskalandsmeistari í sjöunda sinn í gær en hann landaði titlinum fyrst með Bayern árið 2003. Þeir sem oftast hafa landað titlinum í búningi Bayern eru markvörðurinn Oliver Kahn og Mehmet Scholl, sem báðir fögnuðu meistaratitlinum nokkrum sinnum með Schweinsteiger.

Toni Kroos, Mario Götze og Franck Ribéry skoruðu mörk Bayern í gær. Adrian Ramos minnkaði muninn í 2:1 fyrir Herthu í seinni hálfleik en Ribéry innsiglaði sigurinn með glæsilegri vippu 10 mínútum fyrir leikslok. sindris@mbl.is