Hvatning Ásta Dóra Finnsdóttir tekur við hvatningarverðlaunum úr hendi Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra.
Hvatning Ásta Dóra Finnsdóttir tekur við hvatningarverðlaunum úr hendi Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra.
Lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, fór fram í Hörpu í fyrradag.
Lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, fór fram í Hörpu í fyrradag. Rjómakvartettinn, strengjakvartett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, hlaut farandgrip Nótunnar á hátíðinni fyrir besta atriði hátíðarinnar, flutning á strengjakvartetti í djass-stíl, „Get Down!“ eftir Árna Egilsson. Ásta Dóra Finnsdóttir frá Allegro Suzukitónlistarskólanum fékk Hvatningarverðlaun Töfrahurðar fyrir einleik sinn á píanó og felast verðlaunin í því að skólagjöld Ástu Dóru, sem er sjö ára, verða greidd fyrir næsta skólaár. Tíu framúrskarandi tónlistaratriði fengu verðlaunagrip Nótunnar 2014 í fjórum þátttökuflokkum hennar. Frekari fróðleik um Nótuna og verðlaunahafa má finna á vef hennar, notan.is.