Friðrik Haraldsson bakarameistari lést 21. mars á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann var á 92. aldursári. Friðrik fæddist 9. ágúst 1922 á Sandi í Vestmannaeyjum.

Friðrik Haraldsson bakarameistari lést 21. mars á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann var á 92. aldursári.

Friðrik fæddist 9. ágúst 1922 á Sandi í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Kristjana Einarsdóttir (1891-1964) og Haraldur Sigurðsson á Sandi (1876-1943). Friðrik átti þrjú alsystkin, Rúrik, Harald og Ásu. Hálfsystkin samfeðra; Unnur, Ragna, Kalmann Steinberg, Hörður, Guðmundur Trausti, Sigurður og Fjóla Guðbjörg. Hálfsystkin sammæðra; Björgvin, Guðmunda Margrét og Einar Valgeir. Öll eru þau látin, nema Ása.

Friðrik ólst upp í Vestmannaeyjum en dvaldi mikið hjá ættingjum sínum að Búðarhóli í A-Landeyjum. Hann lærði bakaraiðn hjá Magnúsi Bergssyni í Vestmannaeyjum og hóf þar starfsferil sinn. Friðrik fór til framhaldsnáms í bakaraiðn í Kaupmannahöfn. Eftir það flutti hann á Eyrarbakka og síðar Selfoss og vann þar að iðn sinni. Síðan flutti hann í Kópavog.

Árið 1952 stofnaði Friðrik Bakarí Friðriks Haraldssonar, síðar Ömmubakstur, í Kópavogi ásamt konu sinni, Steinu Margréti Finnsdóttur. Þau lögðu áherslu á bakstur hefðbundins íslensks brauðmetis á borð við laufabrauð, kleinur og flatkökur.

Friðrik helgaði Skátahreyfingunni krafta sína frá barnæsku og síðar einnig Lionshreyfingunni svo lengi sem kraftar leyfðu.

Þau Friðrik og Steina Margrét gengu í hjónaband í desember 1945. Þau eignuðust þrjú börn, Harald, Finn Þór og Dröfn, sem öll lifa föður sinn. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörnin einnig orðin fimm talsins.